O jæja, Mánudagur á ný. Ég er farinn að sjá smá mynstur í þessu. Sunnudagurinn er í næstum öllum tilvikum á undan Mánudegi. Ég á eftir að athuga hlaupárið en ég er nokkuð viss núna. Ég mun skila niðurstöðum til Háskóla Íslands í lok næsta árs. Það von mín að þessi uppgötvun hjálpi atvinnurekendum að skipuleggja vinnu sína betur.
Helgin var fín. Reyndar töpuðu okkar menn úti en samkvæmt Baggalút þá unnum við 64-0 ef mið er tekin af höfðatölunni margfrægu.
Ég fór með Dísu og Alexander í sund í gær og það var alveg frábært. Ég hef núna farið hverja einustu helgi í einn og hálfan mánuð og ég held að þessi venja sé komin til að vera. Dísa telur niður dagana til næstu helgar. Hún hreinlega elskar sundið. Alexander er að verða betri og betri og er farinn að þora að hoppa út í djúpu laugina og bjargar sér svo sjálfur að bakkanum. Stundum þarf Pabbi aðeins að hjálpa seinasta metrann.
Mummi vinur hefur náð þeim merka áfanga að fá verk eftir sig á svið með .Íslenska Dansflokknum. Hann er duglegur strákurinn og maður er bara stoltur af piltinum.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Helgin var fín. Reyndar töpuðu okkar menn úti en samkvæmt Baggalút þá unnum við 64-0 ef mið er tekin af höfðatölunni margfrægu.
Ég fór með Dísu og Alexander í sund í gær og það var alveg frábært. Ég hef núna farið hverja einustu helgi í einn og hálfan mánuð og ég held að þessi venja sé komin til að vera. Dísa telur niður dagana til næstu helgar. Hún hreinlega elskar sundið. Alexander er að verða betri og betri og er farinn að þora að hoppa út í djúpu laugina og bjargar sér svo sjálfur að bakkanum. Stundum þarf Pabbi aðeins að hjálpa seinasta metrann.
Mummi vinur hefur náð þeim merka áfanga að fá verk eftir sig á svið með .Íslenska Dansflokknum. Hann er duglegur strákurinn og maður er bara stoltur af piltinum.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Ummæli